Kortið sýnir skiptingu landsins í prestaköll miðað við árið 1801.
Með því að velja prestakall á kortinu má fá upplýsingar um prestakallið, sóknir í því og lista yfir prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl í viðkomandi prestakalli. Hægt er að skoða myndir af síðum bókanna með því að smella á heiti þeirra. Ekki eru birt gögn sem eru yngri en 50 ára.
Afmörkun prestakalla var unnin af Alta ráðgjafarfyritæki eftir fyrirsögn Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings. Kortagerð að öðru leyti er verk Alta.
Upplýsingar um prestaköll og sóknir eru byggðar á væntanlegu riti Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings og fyrrverandi skjalavarðar í Þjóðskjalasafni, Prestaköll og sóknir á Íslandi.